Tilbrigði við Boeuf Bourguignon

Home / Gestabloggarinn / Tilbrigði við Boeuf Bourguignon

Að þessu sinni bjóðum við velkomna góða gestabloggara til okkar en það eru þau Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og Hörður Harðarson húsasmiður, en þau eru fólkið á bak við fyrirtækið Meiður.

 

bretti

 

Meiður er lítið framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í handunnum framreiðslu-og skurðarbrettum, kökukeflum og ýmsum öðrum munum úr gæðavið. Viðarbrettin, sem eru þekktasta og vinsælasta varan þeirra, eru fáanleg í ýmsum stærðum og gerðum og ýmist unnin úr eik, hnotu, tekki og hlyn. Þau eru hugsuð til að bera fram t.d. smárétti, osta, rúllutertu og  tapas en einnig hugsum sem fallegt skraut í eldhúsinu/borðstofunni. Ýmislegt nýtt er væntanlegt frá Meið en í dag eru vörur þeirra fáanlegar í Dúka Kringlunni og Smáralind og í versluninni Kraum Aðalstræti. Nýverið fluttu þau framleiðsluna í lítið iðnaðarhúsnæði að Bæjarhrauni 24 í Hafnarfirði og þangað má koma og kíkja á úrval og fá sérsmíðað sé þess óskað.

Guðrún fær útrás fyrir mataráhugann með því að setja inn uppskriftir á síðuna og hægt er finna þær og myndir af framleiðslunni á www.meidurdesign.com

Tilbrigði við Boeuf Bourguignon

Tilbrigði við Boeuf Bourguignon 
fyrir 4
3-4 msk. olía
700 g nautagúllas
2-3 beikonsneiðar, skornar í bita
2 msk. tómatþykkni
3 bollar nautasoð
½ flaska rauðvín, helst frá Búrgundy
2 lárviðarlauf
ferskt timían
svartur pipar
salt
smjör
4-5 skalottlaukar, saxaðir
1 askja sveppir, skornir til helminga

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Hitið olíu í potti (sem má fara í ofn). Steikið gúllasbitana við meðalhita og snúið af og til þar til bitarnir eru brúnaðir á öllum hliðum. Takið þá úr pottinum og geymið.
  3. Brúnið því næst beikonbitana í sama potti. Hellið þá rauðvíni í pottinn ásamt nautakrafti og tómatþykkni og látið krauma stutta stund. Bætið þá kjötinu út í pottinn ásamt lárviðarlaufi og tímían og blandið vel saman. Látið suðuna koma upp. Setjið því næst pottinn (með loki)í ofn.
  4. Á meðan steikið skallotlauk í smjöri og kryddið með timían og svörtum pipar. Steikið síðan sveppi í olíu. Takið pottinn úr ofninum og hellið lauk og sveppum út í. Setjið pottinn aftur í ofninn og steikið áfram í u.þ b. 2 klst. Berið fram með kartöflumús og/eða brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.