Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosiPrenta

Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem  voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við um þennan rétt.

Kjúklingasalatið hentar í saumklúbbinn, veisluna, partýið og í raun hvar sem gott fólk kemur saman og ég vona að þið verðið jafn hrifin og ég af þessari dásemd.

IMG_8270

Ómótstæðilegt satay salat

Sataysalat með cous cous, avacado og muldu nachosi
1 poki spínat
1 bolli cous cous
1/2 grænmetisteningur
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 krukka Satay sauce frá Blue dragon
1 gul paprika, skorin smátt
1 box konfekt tómatar, skornir í tvennt
4 lítil avacado, skorið í litla teninga
½ rauðlaukur, skorinn smátt
fetaostur
nachos

 

  1. Setjið spínat á salatdisk/skál.
  2. Sjóðið 2 bolla af vatni ásamt ½ grænmetisteningi. Bætið cous cous saman við þegar vatnið er farið að sjóða, takið af hitanum og setjið lok á. Leyfið að standa þar til allur vökvinn er uppleystur. Hrærið lauslega í því með gaffli. Hellið yfir spínatið.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í bita. Steikið á pönnu og saltið og piprið. Bætið satay sósunni út á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Kælið lítillega og setjið síðan yfir cous cousið.
  4. Skerið grænmetið niður og dreifið yfir allt. Látið að lokum fetaost og mulið nachos yfir salatið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *