Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi

Home / Fljótlegt / Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi

Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem  voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við um þennan rétt.

Kjúklingasalatið hentar í saumklúbbinn, veisluna, partýið og í raun hvar sem gott fólk kemur saman og ég vona að þið verðið jafn hrifin og ég af þessari dásemd.

IMG_8270

Ómótstæðilegt satay salat

Sataysalat með cous cous, avacado og muldu nachosi
1 poki spínat
1 bolli cous cous
1/2 grænmetisteningur
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 krukka Satay sauce frá Blue dragon
1 gul paprika, skorin smátt
1 box konfekt tómatar, skornir í tvennt
4 lítil avacado, skorið í litla teninga
½ rauðlaukur, skorinn smátt
fetaostur
nachos

 

  1. Setjið spínat á salatdisk/skál.
  2. Sjóðið 2 bolla af vatni ásamt ½ grænmetisteningi. Bætið cous cous saman við þegar vatnið er farið að sjóða, takið af hitanum og setjið lok á. Leyfið að standa þar til allur vökvinn er uppleystur. Hrærið lauslega í því með gaffli. Hellið yfir spínatið.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í bita. Steikið á pönnu og saltið og piprið. Bætið satay sósunni út á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Kælið lítillega og setjið síðan yfir cous cousið.
  4. Skerið grænmetið niður og dreifið yfir allt. Látið að lokum fetaost og mulið nachos yfir salatið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.