Asískur lax með hunangsgljáa

Home / Fiskur / Asískur lax með hunangsgljáa

Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis mæli ég svo sannarlega með því að þið látið þann draum ykkar rætast. Hreint út sagt wunderbar!

Eftir páskana finnur maður líka fyrir því að vorið er að nálgast, reyndar ekki í morgun þegar það mættu manni snjóskaflar (vona að Lóan hafi þraukað) en það styttist og ég hlakka mikið til. Með nýrri árstíð verður alltaf örlítil breyting á uppskriftunum og með vorinu byrjar litagleðin á ný. Ég hlakka til að deila með ykkur spennandi uppskriftum og tek ávallt á móti fyrirspurnum eða ábendingum á Berglind@grgs.is.

Meðfylgjandi er uppskrift af laxi sem bráðnar í munni….og hér er enginn að grínast. Yndislega bragðgóður, fljótlegur og já bara hinn fullkomni kvöldmatur, hvort heldur sem er á virkum degi eða um helgar. Uppskriftina af þessum rétti og öðrum einföldum, fljótlegum og næringarríkum réttum ásamt léttum kennslumyndböndum í eldamennsku má finna á síðu Biggest Looser hér. Laxinn rífur aðeins í sem mér finnst frábært en þið getið auðvitað bara minnkað chilímagnið örlítið. Annars vona ég svo sannlega að þið látið þessa dásemd ekki fram hjá ykkur fara.

One love
B xxxxx

IMG_6898 (1)

Lax með spicy hunangsgláa
700 g lax, beinhreinsaður
salt og pipar
ferskt kóríander, saxað

Spicy hunangsglái
1 msk olía
1 hvítlauksrif, saxað smátt
2 msk minched chilí, t.d. frá Blue dragon
1 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1 ½ msk hunang
1 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
1 tsk sesamolía, t.d. Sesamoil frá Blue dragon
1 msk sesamfræ

  1. Setjið smjörpappír á ofnplötu og leggið laxinn þar á. Kryddið með salti og pipar.
  2. Leggið smjörpappír yfir fiskinn og látið hann inn í 200°c heitan ofn í 10 mínútur.
  3. Gerið því næst hunangsgljáan með því að setja öll hráefnin í pott fyrir utan sesamolíu og sesamfræ og hitið að suðu.
  4. Látið malla í um 5 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og hefur soðið niður um helming. Hellið í skál og blandið semsamolíu og fræjum saman við.
  5. Penslið fiskinn með hunangsgláa og látið hann aftur inn í ofn í um 8-10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.
  6. Stráið kóríander yfir fiskinn og berið fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.