Sæta svínið Gastropub

Home / Veitingahús / Sæta svínið Gastropub

Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sæta svínið en hann er staðsettur á Hafnarstræti 1-3 og er meðal annars í eigu Bento Guerreiro og Nuno Servo sem eru eigendur veitingastaðanna Tapas Barinn, Sushi Samba og Apótekið.

Hönnun Sæta svínsins er öll sú skemmtilegasta. Þegar inn er komið er tilfinningin svipuð og að koma í heimsókn til ömmu. Hlýlegt umhverfi, fallegar myndir og almenn huggulegheit ásamt góðri tónlist gerir upplifunina jákvæða um leið og gengið er inn. Um helgar er stemmningin frábær og staðurinn þéttsetinn og andrúmsloftið líflegt.

 

sæta

Sæta svínið Aðalstræti 1-3

 

Það sem skiptir ekki síður máli þá var maturinn hreint út sagt dásamlegur. Ég kom þangað tvisvar með stuttu millibili, annars vegar í hádeginu og hinsvegar að kveldi og voru bæði skiptin virkilega ánægjuleg. Dásamlegt hrefnukjöt með sellerírótarmús, lungnamjúkt hrossa carpaccio sem bráðnaði í munni, stökkar vöfflufranskar (ómægod!!!), djúpsteikt svínseyru (mjög gott trúið mér), ásamt klassískum beikonvöfðum döðlum eru allt smáréttir sem ég get svo sannarlega mælt með að ógleymdu yndislegum flatkökum með bleikju og rjómaosti….ummmmm.

 

IMG_9705

Djúpsteikt svínseyru koma skemmtilega á óvart

 

IMG_9709

Hrefna með sellerírótarmús var dásamlega góð

IMG_9725

Hrossacarpaccio með döðlum, rucolamayo og parmesan

Af því sem ég bragðaði í aðallrétt eru hamborgararnir úr sérvaldri rumbsteik og “short ribs” með rauðlaukssultu og bjór brioche brauði einir af þeim allra bestu sem ég hef bragðað. Lambasamlokan er einnig hrein snilld og andasalatið var litríkt, fallegt og hollt en hefði kannski mátt vera örlítið bragðmeira fyrir minn smekk. Hrossalund og lambaskankinn eru aðallréttir sem ég stefni á að bragða á fljótlega sem og eftirréttunum en ég hef í þessi bæði skipti borðað aðeins meira en fylli mína og því ekki náð í skottið á þeim.

 

IMG_9765

Lambasamloka með romainsalati og vöfflufrönskum

 

IMG_9753

Litríkt og fallegt andasalat

Á heildina litið er Sæta svínið er hlýlegur veitingastaður með skemmtilega öðruvísi og hressandi hönnun í “feel good” umhverfi með gamaldags en um leið einstaklega sjarmerandi yfirbragði. Maturinn er hreint út sagt frábær og allir ættu að fara sáttir og sælir frá Sæta svíninu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.