Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu

Home / Fljótlegt / Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu

Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan.

Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott að gefa kjötinu tíma í marineringu…í raun því lengur því betra. Borið fram með tortillum, guagamole, sýrðum rjóma, tómötum, rauðlauk, káli og salsasósu helst í góðu veðri, þó hitt sleppi alveg. Hér er á ferðinni uppskrift sem mun verða ykkar nýja uppháhald. Njótið vel.

IMG_4174

IMG_4202

 

Mexíkóskur fajitas kjúklingur 
900 g kjúklingalundir, t.d. Rose Poultry (fást sem frystivara í öllum helstu matvöruverslunum)

Marinering
120 ml límonusafi
60 ml ólífuolía
3-4 jalapenos, fræhreinsaðir og saxaðir
3 hvítlauksrif, pressuð
3 msk ferskt kóríander, saxað
2 msk chilíduft
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
¼ tsk salt

  1. Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna saman. Látið kjúklinginn liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund – því lengur því betra.
  2. Grillið kjúklinginn og skerið niður.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.