Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu

Home / Fljótlegt / Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu

Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!!

IMG_1500

“Dinner prepp”

IMG_1534

Gúmmelaði raðað á tortilluna

IMG_1551

Toppað með dásamlegri kóríandersósu

IMG_1556

Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!

Tortilla með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
90 g kínóa
240 ml vatn
sjávarsalt
2 msk kókosolía
1 stór sæt kartafla, afhýdd og skorin í litla bita
1 laukur, skorin í þunnar sneiðar
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
1 tsk chili duft
¼ tsk hvítlauksduft (garlic powder)
1 poki spínat eða klettasalat, t.d. frá Hollt og gott
Tortillur

Kóríanderdressing
1 búnt kóríander
1 dós sýrður rjómi
2 msk safi úr ferskri límónu
1 hvítlauksrif

  1. Setjið kartöflurnar í ofnfast mót ásamt 1 msk af kókosolíu og blandið vel saman. Eldið í ofni í um 15-20 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn en ekki og maukaðar. Takið síðan úr ofninum.
  2. Eldið kínóað á meðan með því að setja vatn, kínóa og klípu af sjávarsalti saman í pott og hitið að suðu. Setjið lok á pottinn og slökkvið á hellinni og leyfið að standa í um 10 mínútur án þess að taka lokið af. Þá ætti allt vatnið að vera farið og kínóað létt og gott.
  3. Steikið lauk á pönnu upp úr 1 msk af kókosolíu. Bætið sætu kartöflunum saman við og kryddið með cumin, chilídufti, hvítlauksdufti og blandið vel saman.
  4. Gerið að lokum sósuna með því að setja öll hráefnin saman í matvinnsluvél og stilla á „pulse“ þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Hitið tortillurnar. Setjið síðan væna lúku af spínati á tortilluna, síðan sætar kartöflur, nokkrar matskeiðar af kínóa yfir það og toppið með kóríanderdressingu.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.