Hið fullkomna eggjaostabrauð

Home / Bröns / Hið fullkomna eggjaostabrauð

Sunnudagar sem byrja hægt og rólega með góðu kaffi, flettingu fréttablaða og góðum morgunmat eru voðalega indælir. Þetta eggjaostabrauð smellpassar inn í þannig morgun. Það er ofureinfalt í gerð og bráðnar í munni. Ég bar það fram með melónum, parmaskinku og skellti smá hlynsírópi yfir brauðið….og dagurinn byrjar vel.

EGG1

egg2

egg3-2

Hið fullkomna eggjaostabrauð
2 stór egg
4 msk mjólk
50 g rifinn ostur (t.d. cheddar)
salt og pipar
2 þykkar sneiðar fransbrauð
smjör til steikingar

  1. Setjið egg, mjólk og ost saman í skál og saltið og piprið.
  2. Dýfið brauðinu því næst ofan í eggjablönduna og steikið á meðalheitri pönnu með bræddu smjöri.
  3. Steikið það í um 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til brauðið er farið að brúnast og osturinn orðinn stökkur. Setjið á disk og berið fram t.d. með hlynsýrópi, melónu og parmaskinku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.