Chia súkkulaðitrufflurPrenta

Þessar dásamlegu Chia súkkulaðitrufflur gerði ég fyrir nokkru síðan og hafa síðan þá verið þarfaþing í kælinum þegar að sykurpúkinn gerir vart við sig. Þær eru ofureinfaldar en svo dásamlega bragðgóðar. Mæli með því að þið prufið þessar.

IMG_9008

Girnilegar chia súkkulaðitrufflur

Chia súkkulaðitrufflur
1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
¾ bolli möndlur
3 msk kakóduft
1 tsk chia fræ
1 tsk kanill

  1. Setjið döðlur og hnetur í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið hinum hráefnunum saman við og mótið kúlur úr deiginu.
  2. Veltið kúlunum síðan upp úr smá kakódufti eða kókosmjöli.
  3. Geymist í loftþéttum umbúðum í kæli í allt að 2 vikur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *