Humarpasta með tómatbasilpestói

Home / Fiskur / Humarpasta með tómatbasilpestói

Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur.

Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa í vini og fjölskyldu. Þennan humarpastarétt er frábært, einfalt og fljótlegt að gera þegar þið eigið von á fjölda fólks. Yndislega bragðgóður og kallar á gott hvítvín eins og ítalska vínið Soave frá Allegrini. Yndislegt alveg hreint. Njótið vel og ááááfram Ísland.

humarsalat

Humarpasta með tómatbasilpestói

 

 

Soave smellpassar með humarpasta

 

Humarpasta með tómatbasilpestói
500 g spaghetti
500 g humar
240 ml vatn af pastasoðinu

Tómatbasilpestó
250 g Paradiso sólþurrkaðir tómatar
1 búnt fersk basilíka
3 hvítlauksrif
1 skarlottulaukur
2 msk möndlur
1 msk balsamik edik
1 msk tómat paste
½ tsk rauðar piparflögur
½ tsk oregano
½ tsk pipar
1 tsk salt

  1. Sjóðið pasta í saltvatni þar til al dente. Takið 240 ml af pastasoðinu og geymið.
  2. Setjið öll hráefnin fyrir tómatbasilpestóið í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur blandast vel saman.
  3. Hitið pönnu og látið tómatbasilpestóið útá pönnuna og steikið í um 1 mínútu. Bætið humar saman við og steikið þar til humarinn er fulleldaður. Bætið þá parmesanosti saman við og hitið þar til hann er næstum bráðinn.
  4. Bætið að lokum pastanu saman við og hrærið vel saman. Hellið pastavatninu saman við, magn eftir þörfum ca. 180-240 ml. Berið fram með parmesan og góðu hvítlauksbrauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.