Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafiPrenta

Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel!

IMG_3834-2

Girnileg og góð thai tómatasúpa

Thai tómatsúpa
1 msk ólífuolía
1 lauk
2 gulrætur, saxaðar
1 rauð paprika, söxuð
1 msk engifer, rifið
1 msk thai red curry paste, t.d. frá Blue dragon
1 dós (400g) saxaðir tómatar
1 dós (400) g kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1 stöng sítrónugras (eða hýði af ½ sítrónu,fínrifið)
1 msk tómat puree
1 msk hrásykur
2 msk basilíka
150-200 ml vatn

  1. Hitið olíu á pönnu við meðalhita.
  2. Bætið lauk, gulrótum og papriku saman við og hrærið í 3 mínútur.
  3. Bætið engifer og curry paste og steikið í um 30 sekúndur.
  4. Bætið hinum hráefnunum saman við nema basilíkunni. Leyfið að malla með loki á í um 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Fjarlægið sítrónugrasið (ef þið notuðuð það) bætið basilíkunni saman við og maukið í matvinnsluvél.
  5. Setjið súpuna aftur á hitann og bætið um 150 – 200 ml af vatni til að þynna súpuna. Hitið vel og leyfið að malla smá.  Berið fram etv. með góðu brauði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *