Ómótstæðilegt spínatlasagna á mettímaPrenta

Ef þið vilijð hollan, góðan og dásamlega fljótlegan rétt  með fáum hráefnum þá mæli ég með þessu spínatlasagna. Rétturinn tekur um 10 mínútur í gerð en gefur ekkert eftir í gæðum. Hér skiptir miklu máli að nota góða pastasósu, jafnvel heimatilbúna ef þið hafið tíma í það og ekki sakar að bera réttinn fram með góðu hvítvíni. Njótið vel.

 

IMG_4180

Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana

Spínatlasagna á mettíma
680 g tómatsósa, ég notaði pastasósu með basilíku frá Jamie Oliver
9 lasagnaplötur
450 g kotasæla
250 g mozzarellaostur, rifinn
450 g spínat, t.d. frá Hollt & Gott
1 búnt fersk basilíka, söxuð
30 g parmesanostur, rifinn

  1. Dreifið botnfylli af pastasósunni á botninn á lasagnamóti (t.d. 20×20 cm eða 23×23 cm).
  2. Raðið þremur lasagnaplötur yfir sósuna og setjið síðan helminginn af kotasælunni, helming af mozzarella, helminginn af spínati og smá af ferskri basilíku. Endurtakið og endið á lagi af pastasósu, lasagnaplötum og ríflegu magni af mozzarellaosti.
  3. Setjið í 175°c heitan ofn með álpappír yfir og eldið í um 20 mínútur. Takið síðan álpappírinn af og eldið í aðrar 10-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og er farinn að brúnast fallega. Berið fram með parmesanosti og ferskri basilíku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *