Ótrúlegur kjúklingaréttur á núll einni

Home / Fljótlegt / Ótrúlegur kjúklingaréttur á núll einni

Jæja þá er óhætt að segja að haustið sé mætt til okkar. Það er farið að dimma, kólna örlítið og af og til lætur rigningin í sér heyra. Eftir þetta yndislega sumar getur maður samt ekki annað en þakkað fyrir það sem við þó fengum og nú er bara að setja sig í annan gír og halda áfram að njóta.

Eftir gönguferðir innanlands og ferðalög erlendis eru mörg verkefnin sem bíða mín og er það bara vel því ég er endurnærð og til í að takast á við þetta allt saman…gemazzen. Hinsvegar að þá er ekki mikill tími fyrir eldamennsku. Verandi nautnaseggurinn sem ég er og elskandi góðan mat er ég þó ekki tilbúin að gefa mikið eftir í gúrmetinu og þessi dásamlegi kjúklingaréttur stóðst allar mínar væntingar bæði hvað varðar tíma og dásamlegt bragð.  Mæli með því að þið kveikið á kertum og gerið þennan stórgóða rétt sem er undir tælenskum áhrifum og ætti ekki að svíkja neinn.

img_4507

 
Ótrúlegi kjúklingarétturinn
Fyrir 3-4
1 kg kjúklingalæri skorin í 2-3 bita, t.d. frá Rose Poultry
2 msk grænmetisolía
6 þunnskornar sneiðar engifer, afhýtt
60 ml + 2 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
2 msk sojasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon
60 ml sesam olía, t.d. Sesame oil frá Blue dragon
25 g fersk basilíka

  1. Setjið kjúklinginn í pott með vatni þannig að það fljóti yfir kjúklinginn. Hitið rólega að suðu og takið frá alla froðu sem myndast. Leyfið að mallast í 10 mínútur. Takið kjúklinginn úr vatninu og þerrið.
  2. Hitið olíu á pönnu (wok ef þið eigið – annars bara þessa hefðbundnu) við háan hita. Setjið engifer á pönnuna og steikið í um 30 sek og hrærið á meðan reglulega í engiferinu. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 30 sek.
  3. Bætið því næst 2 msk af hrísgrjónaediki og 1 msk af sojasósu. Steikið í um 2 mínútur eða minna þar til kjúklingurinn hefur brúnast.
  4. Bætið 60 ml af hrísgrjónaediki, 1 msk a sojasósu og 60 ml af sesamolíu saman við og leyfið að malla við meðalhita í um 20 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið að lokum basilíkunni saman við og berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.