Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu

Home / Eftirréttir & ís / Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu

Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð.

img_5167-2

img_5195-2

Þvílík dásemd!

Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 
400 g marsipan
4 egg
45 g olía
5 msk kakó

Glassúr
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
1 msk smjör

Skraut
Valhnetur, saxaðar

Hindberjasósa
200 g hindber
6 piparkorn
1 dl flórsykur

  1. Rífið marsipanið með rifjárni og hrærið eggin saman við, eitt í einu. Setjið olíu saman við og hrærið vel. Bætið síðan kakói saman við og blandið saman.
  2. Setjið deigið í um 24 cm form. Gott að hafa smjörpappír í botninum.
  3. Bakið kökuna við 200°c heitan ofn í um 20 mínútur og kælið.
  4. Bræðið súkkulaði og smjör saman við og setjið glassúrinn á kökuna og stráið söxuðum hnetum yfir.
  5. Gerið sósu með því að setja hindberin, piparkorn og flórsykur saman í pott. Kremið hindberin og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Berið fram með súkkulaðikökunni.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.