Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi

Home / Kökur & smákökur / Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi

Franskar kökur hafa fyrir löngu aflað sér mikilla vinsælda fyrir að tilheyra í flokki með bragðbetri kökum sem til eru en vera jafnframt þær einföldustu í gerð. Hér erum við með uppskrift af einni dásamlegri ekta súkkulaðiköku með fílakaramellukremi sem er “TO DIE FOR”.

img_5866   img_5883

 

Fílakaramellukaka
4 egg
2 dl sykur
200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjörlíki
1 dl hveiti

Fílakaramellukrem
200 g fílakaramellur
1 dl rjómi, bræddur

 

  1. Þeytið egg og sykur vel saman þra til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði saman og hellið saman við  eggjablönduna. Bætið hveiti varlega saman við. Setjið inn form í 180°c heitan ofn í um 30 mínútur.
  3. Gerið fílakaramellukremið með því að setja karamellurnar og rjóma saman í pott og sjóða við vægan hita. Kælið lítillega og hellið yfir kökuna. Berið fram með ís og/eða rjóma.

 

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.