Bananakaka með karamelluglassúrPrenta

Sunnudagar byrja oft rólega með góðum kaffibolla og bakstri í samvinnu við fjölskyldumeðlimi. Þessi bananakaka með karamelluglassúr er sérstaklega ljúffeng og fullkomin á dögum sem þessum.

 

 

Bananakaka með karamelluglassúr
150 g smjör
150 g sykur (gott að nota hrásykur)
2 egg
275 g hveiti
2 tsk lyftiduft
hnífsoddur salt
2 tsk vanillusykur
3 bananar
1 dl mjólk

Karamelluglassúr
80 g smjör
50 g púðusykur
1/4 dl mjólk
100 g flórsykur
1/2 tsk vanillusykur

  1. Hrærið smjör og sykur vel saman og hrærið síðan egg saman við, eitt í einu.
  2. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hellið saman við smjörblönduna.
  3. Hellið mjólkinni saman við.
  4. Stappið bananana með gaffli og blandið saman við deigið. Hrærið vel saman.
  5. Hellið deiginu í form og bakið í 175°c heitum ofni í um 45-60 mínútur.
  6. Gerið karamelluglassúrinn með því að setja smjör, púðusykur og mjólk saman í lítinn pott.
  7. Takið af hitanum þegar blandan er farin að sjóða.
  8. Takið af hitanum og bætið flórsykri og vanillusykri saman við og hrærið vel. Hellið yfir kökuna.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *