Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu

Home / Uncategorized / Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu

Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi…

Frábær chilí tómatsúpa á YOY diskamottun úr versluninni Snúran 

Chilí tómatsúpa
2 laukar, skornir gróflega
2 hvítlauksrif, smátt skorin
1 msk tómatmauk (pure)
400 g tómatar í dós
2 1/2 dl grænmetissoð
1/4 dl rjómi
1/2 tsk chilí flögur
1/2 tsk cayenne pipar
salt og pipar
parmesan

  1. Setjið smjör eða olíu í pott og steikið lauk og hvítlauk við vægan hita.
  2. Bætið tómatmauki, tómötum, chilíflögum og cayennpipar saman við og hrærið vel saman.
  3. Bætið grænmetissoðinu saman við og látið malla í um 15 mínútur.
  4. Eftir 15 mínútur skuluð þið mauka súpuna með töfrasprota (eða skella í matvinnsluvél/blandara).
  5. Bætið því næst rjóma saman við, stillið á vægan hita og smakkið til með salti og pipar.
  6. Bætið vatni saman við ef ykkur finnst súpan vera of þykk.
  7. Setjið súpuna í skálar og stráið parmesan og basilíku yfir.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.