Collagen chia grautur með hindberjumPrenta

Mig langar að deila með ykkur uppskrift af uppáhalds morgunverðagrautnum mínum. Hann er svo dásamlega einfaldur í gerð og stútfullur að góðri næringu eins og möndlum, hindberjum, hörfræjum, chiafræjum, höfrum, rúsínum, hindberjum og Feel Iceland Amino Marine Collagen duft sem kemur frá íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Ankra.

Myndaniðurstaða fyrir amino collagen ankra

Grauturinn er gerður að kvöldi einfaldlega með því að blanda öllum hráefnum í skál eða krukku og tilbúinn fyrir ykkur að njóta morguninn eftir ….og dagurinn byrjar vel. Ekki láta þennan fram hjá ykkur fara.

 

 

Algjörlega uppáhalds

Collagen chiagrautur yfir nótt
Fyrir einn

Grautur
3 msk chia fræ
3 msk haframjöl
1 msk hörfræ
2 msk möndlur, saxaðar
2 msk rúsínur
6 msk jógúrt, hrein
12 msk mjólk
2 tsk vanilludropar
1 msk Feel Iceland Amino Collagen duft
4 msk frosin hindber

Skraut
kókosflögur

 

  1. Blandið öllum hráefnum vel saman. Fræin og hafrarnir þurfa að liggja vel í vökva.Ef það er ekki bætið þá smá af mjólk saman við.
  2. Setjið í kæli yfir nótt.
  3. Takið úr kæli og stráið kókosflögum yfir grautinn.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *