Tælenskar fiskibollur „Tod Man Pla“ með dásemdar chilí sósuPrenta

Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast „Tod man pla“ og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku.

 

„Tod Man Pla“

 

Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu
400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)
1 egg
3-4 vorlaukar, saxaðir
1 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
2 tsk rautt karrýmauk, t.d. Red curry paste frá Blue dragon
1/2 rautt chilí, smátt skorið
handfylli kóríander, saxað

Chilí sósa
5 msk hrisgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
50 g sykur
2 msk vatn
3 rauð chilí, heil

 

  1. Saxið laxinn og blandið öllum hráefnunum fyrir bollurnar vel saman.
  2. Mótið um 10-12 bollur, gott að nota tvær matskeiðar.
  3. Hitið steikingarolíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit. Steikið fiskibollurnar í 2-3 mínútur eða þar til gylltar að lit. Þerrið á eldhúspappír.
  4. Gerið chilí sósuna með því að blanda hrísgrjónaediki, sykri, vatni og chilí saman í lítinn pott og hitið. Látið malla í 15 mínútur og takið þá af hitanum. Setjið í matvinnsluvél og maukið vel.
  5. Síið blönduna að frátalinni 1 tsk af chilíblöndunni og blandið því saman við síjaða chilímaukið.
  6. Berið tælensku fiskikökunar fram með chilísósu, agúrkum og salthnetum.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *