Ofureinfaldur eftirréttur með eplum, kókos, hvítu Toblerone súkkulaði og hnetumulningiPrenta

Þessi eftirréttur er í rosalega miklu uppáhaldi enda svona réttur þar sem öllu er blandað saman og látið inn í ofn. Þennan geta allir gert og allir borðað. Mæli sérstaklega með því að bera hann fram volgan með vanilluís.

Epli, kókos, hvítt súkkulaði og hnetur eru meðal hráefna

Toblerone eftirréttur
4 græn epli
1 dl valhnetur (eða pekanhnetur)
1 dl kókosmjöl
2-3 msk púðursykur
Nokkrar smjörklípur
150 g hvítt Toblerone
100 g Síríus rjómasúkkulaði

  1. Skerið eplin og saxið hneturnar.
  2. Setjið epli í eldfast mót. Stráið hnetunum yfir, síðan kókosmjöli og því næst púðursykri. Endið með því að dreifa nokkrum teskeiðum af smjörklípum yfir allt.
  3. Setjið inn í 160 °c heitan ofn. Þegar eplin eru farin að mýkjast bætið þá söxuðu Tobleroni og rjómasúkkulaðinu yfir. Hitið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
  4. Berið fram með vanilluís og njótið ofurvel!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *