Kaka með karamelluhnetutoppiPrenta

Hér er á ferðinni frábær kaka með að ég held danskan uppruna sem gerir þessa fínu helgi enn betri. Kakan er einföld í gerð og fersk með dásemdar karamelluhnetutoppi.

 

Kaka með karamelluhnetutoppi
140 g smjör, bráðið
125 g flórsykur
2 egg
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 sítróna
3 msk rjómi

Hnetutoppur
100 g smjör
125 g heslihnetur, saxaðar gróft
75 g möndlur, saxaðar gróft
1 1/2 msk hveiti
75 g ljós púðusykur (eða hrásykur/eða venjulegur)
2 msk rjómi
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði

  1. Hrærið flórsykur og egg saman og bætið bræddu smjöri, rjóma, hveiti og lyftidufti saman við.
  2. Fínrífið börkinn af sítrónunni í deigið og kreystið safann úr sítónunni og hellið í deigið.
    Setjið deigið í smurt from og bakið í 180°c heitum ofni í 20 mínútur.
  3. Gerið hnetutoppinn á meðan og setjið öll hráefnin í pott að frátöldu súkkulaðinu og bræðið saman við vægan hita. Takið kökuna úr ofninu og stillið hitann á 230°c.
  4. Hellið hnetutoppinum yfir kökuna og bakið í um 6-8 mínútur en varist að karamellan brenni.
  5. Takið úr ofninum og kælið. Bræðið því næst súkkulaðið og penslið hliðarnar með súkkulaðinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *