Sumarleg Sangría

Home / Fljótlegt / Sumarleg Sangría

Ég var á Spáni á dögunum, nánar tiltekið á Sitges sem er dásamleg borg. Þar eru fjarlægðirnar litlar, strandirnar fegurri en allt og maturinn hreint út sagt dásamlegur. Sangría sem er þekktur túristadrykkur á Spáni lítur alltaf svo vel út í sól en ég hef aldrei fengið góða Sangríu, fyrr en nú. Hér er hin fullkomna Sangría uppskrift – sem er sumarlegri en allt og smellpassar í góða vinahittinga. Ég lofa ykkar að þessa munu þið elska.

Appelsínur, límónur, romm og gott rauðvín gera þessa Sangríu að þeirri bestu

 

Sumarleg Sangría
fyrir 6
1 sítróna
1 límóna
1 appelsína
350 ml spiced romm, t.d. Bacardi Oakheart
100 g sykur
750 ml rauðvín, t.d. Campo Viejo Rijoa Tempranillo
240 ml appelsínusafi

  1. Skerið ávextina í sneiðar og setjið í könnu.
  2. Setjið sykur og romm saman við. Geymið í kæli í um 2 klst þeas. ef tími vinnst til annars gengur alveg að bera drykkina fram strax og vel það.
  3. Takið úr kæli og kremjið ávextina lítillega með sleif.
  4. Hellið rauðvíni og appelsínusafa út í og bætið við sykri ef þarf.
  5. Setjið klaka út í. Ef ykkur finnst drekkurinn rífa aðeins of vel í þá er hægt að bæta smá Sprite út í.
  6. Að lokum, blastið Despacito í græjunum og njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.