Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og DaimsúkkulaðiPrenta

Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd.

 

 

Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði

1 kg jarðaber
200 g Daim súkkulaði
200 g makkarónur
500 ml rjómi
500 ml sýrður rjómi
6 tsk vanillusykur
4 tsk flórsykur

  1. Myljið makkarónurog daim gróflega og setjið í form.
  2. Þeytið rjómann. Blandið sýrðum rjóma, vanillusykri og flórsykri saman við rjómann og hellið yfir makkarónurnar og Daim súkkulaðið.
  3. Skerið jarðaberin niður og setjið yfir rjómann. Kakan geymist í kæli þar til hún er borin fram.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *