Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu

Home / Fljótlegt / Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu

Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið vel!

 

Svo dásamlega góður og einfaldur thai kjúlli

 

 

Thai Kjúklingur í sætri tómatsósu með kasjúhnetum
fyrir 4
Styrkt færsla
4 kjúklingabringur, skornar í strimla t.d. frá Rose Poultry
1 dl hveiti, sett á disk
1-2 laukar, skornir í teninga
1 paprika, skorin í teninga
200 g kasjúhnetur
3 vorlaukar, skornir gróflega
1 rautt chilí, skorið í sneiðar

Sósa
2 dl ostrusósa, t.d. Oyster sauce frá Blue dragon
2 dl soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
2 dl tómatsósa
1 dl hrásykur
2 hvítlauksrif, söxuð

  1. Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman og smakkið til.
  2. Veltið kjúklingabitum upp úr hveiti.
  3. Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Steikið kjúklingabitana þar til þeir eru gylltir að lit.
  4. Bætið lauk, papriku, hnetum, chilí og vorlauk saman við og steikið.
  5. Bætið sósunni út á pönnuna (magn að eigin smekk) og blandið vel saman. Athugið að magnið er frekar mikið svo ekki víst að þið notið alla sósuna – en mér þykir voða gott að hafa mikið af sósu í þessum rétti.
  6. Takið fljótlega af hitanum og berið fram með hrísgrjónum.

 

 

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.