Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn

Home / Eftirréttir & ís / Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn

Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum.

Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu og verður lokaþátturinn næsta þriðjudag þar sem ég mun taka mín fyrstu skref í sjónvarpsþætti. Það var skemmtileg reynsla og ánægjulegt að vinna með þessum fagmönnum frá SKOT Production. Ég hvet ykkur til að fylgjast með þáttunum í sjónvarpi Símans.

Hrefna Sætran gerði í sínum þætti laxatartalettur, gómsætar kalkúnasamlokur og Rice Krispies Sörur sem slegið hafa í gegn. Hún var svo almenninleg að leyfa mér að deila uppskriftinni með ykkur. Maður getur alltaf bætt við sig góðri Söruuppskrift.

 

Njótið vel!

 

Geggjað góðgæti!

Rice Krispies Sörur
Botn
3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl Rice Krispís

  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar.
  2. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við.
  3. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin.
  4. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180°c heitan ofn í 8 mínútur.

Krem
6 stk eggjarauður
300 g mjúkt smjör
1 dl sýróp
2 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi

Hjúpur
400 g rjómasúkkulaði

  1. Þeytið rauðurnar í hrærivél.
  2. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar.
  3. Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu.
  4. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt.
  5. Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Sörurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði

Tvö góð ráð við bakstur!
Takið út smjörstykkið kvöldinu áður og geymið það úti á borði yfir nótt svo það sé allt jafn lint þegar þið bakið. Gott er að strjúka innan úr hrærivélaskálinni með smá ediki til að hún verði alveg fitulaus og hrein. Þannig þeytast eggjahvíturnar betur og verða umfangsmeiri.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.