Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu

Home / Fljótlegt / Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu

Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín.  Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið!

 

Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum
Kjúklingur í glöggsósu
Fyrir 4
900 g kjúklingabringur eða lundir, t.d. frá Rose Poultry
125 g mozzarella
1/2 búnt basilíka
8 sneiðar beikon
1 box 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
1 dl jólaglögg (eða rauðvín)
1/2 – 1 dl rjómi
2 msk Blue dragon soyasósa,
salt og pipar
  1. Skerið mozzarellaost í sneiðar.
  2. Léttsteikið beikonið og skerið í litla bita.
  3. Saltið og piprið kjúklinginn og setjið í ofnfast mót.
  4. Raðið ferskri basilíku yfir kjúklinginn og þá mozzarellaosti. Setjið beikonið saman við.
  5. Hrærið sýrðan rjóma, jólaglögg og soyasósu saman og þynnið sósuna með rjóma.
  6. Hellið yfir allt og setjið í 225°c heitan ofn í um 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.