Andabringur í appelsínusósu

Home / Fljótlegt / Andabringur í appelsínusósu

Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm. Andabringur í appelsínusósu er einfalt og fljótlegt að útbúa og slá svo sannarlega í gegn. LOFA!

Mælum með PASAS Monastrell með appelsínuöndinni. Klassa rauðvín á góðu verði.

Appelsínuöndin sem slær alltaf í gegn

 

Andabringur í appelsínusósu
Fyrir 4
4 stk Valette andabringur

Appelsínusósa
4 msk sykur
1 dl vatn
1 dl hvítvín, t.d. STEMMARI Pinot Grigio
3 msk hvítvínsedik
2 dl nýkreistur appelsínusafi
2 msk appelsínuþykkni
1 msk rifinn appelsínubörkur
4 dl vatn
1 msk Oscar andakraftur
1-2 msk sósujafnari
50 g kalt smjör
salt og pipar

  1. Skerið grunnar raufar ofan í skinnið og nuddið með salti og pipar.
  2. Steikið bringurnar á háum hita í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Ausið fitunni af á meðan á steikingu stendur og leggið til hliðar. Setjið þá bringurnar í 200°c heitan ofn í 8-10 mínútur eða þar til kjötið er fulleldað og leyfið að standa í 10 mínútur með álpappír breiddan yfir.
  3. Hellið andafitunni á pönnu og bætið við sykri og vatni þar til úr verður dökk karamella.
  4. Bætið hvítvíni og hvítvínsediki við og sjóðið niður um helming.
  5. Bætið þar næst vatni og andakrafti út á ásamt appelsínusafa, þykkni og appelsínuberki og þykkið með sósujafnara.
  6. Takið pönnuna af hellunni og hrærið smjöri saman við en látið sósuna ekki sjóða eftir það.
  7. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með nýjum kartöflum og ofnsteiktu rótargrænmeti.

 

Færslan er unnin í samvinnu við INNNES.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.