Hollar karamellu kókoskúlur gestabloggarans sem er með brennandi áhuga á heilsu

Home / Gestabloggarinn / Hollar karamellu kókoskúlur gestabloggarans sem er með brennandi áhuga á heilsu

Næsti matarbloggari heitir Jóhanna S. Hannesdóttir er þjóðfræðingur, rófnabóndi, blaðamaður og höfundur bókarinnar “100 heilsuráð til langlífis”. Hún er með með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu móður jörðu og andlegum málefnum.

Ég rakst á þessa ótrúlega girnilegu uppskrift af þessum girnilegum nammibitum á Sunnlenska  og Jóhanna var svo almenninleg að leyfa mér að birta hana hér – fyrir ykkur og okkur að njóta. Ég hvet ykkur til að skoða fleiri girnilegar uppskriftir sem þar má finna. Við gefum Jóhönnu orðið.

*****

Þessar kúlur eru alveg geggjaðar! Eins og með margar uppskriftir hjá mér þá varð þessi uppskrift bara alveg óvart til. Matargerð er svo mikið jóga hjá mér og ég veit fátt skemmtilegra en að dunda mér eitthvað í eldhúsinu – leika mér með hráefni og aðferðir. Oft verður til einhver snilld (og oft líka ekki) og eru þessar karamellukókoskúlur gott dæmi um eina matarsnilldina sem varð til í matarjóganu hjá mér :-)

Girnilegar karamellukókoskúlur

Karamellukókoskúlur
Karamellan
1 krukka möndlusmjör (170 gr)
¼ – ½ bolli hlynsíróp (eða önnur sæta, t.d. hunang)
5 msk kakósmjör
½ lífræn vanilla (duft en ekki dropar)
Smá sjávarsalt

Kúlurnar
2 bollar kókosflögur (má vera meira eða minna)

Súkkulaðið
1 plata dökkt súkkulaði (ég notaði 85%)
2 msk kókosolía

 

Aðferð

  1. Bræðið möndlusmjörið, kakósmjörið og hlynsírópið í vatnsbaði ásamt vanillunni og sjávarsaltinu. Hrærið vel í á meðan.
  2. Setjið kókosflögurnar í stóra skál.
  3. Þegar möndlusmjörið hefur blandast vel saman við kakósmjörið og restina af hráefninu, hellið þá blöndunni yfir kókosflögurnar. Blandið vel saman með sleikju eða skeið (eða bara bæði).
  4. Þegar allt hefur blandast vel saman, mótið þá litlar kúlur með höndunum og setjið á bakka og svo inn í frysti.
  5. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt kókosolíunni.
  6. Takið kúlurnar úr frysti og dýfið þeim ofan í súkkulaðið og setjið á smjörpappír. Ég dýfði bara helmingnum ofan í súkkulaðið en þið megið alveg dýfa allri kúlunni – þið ráðið alveg hvernig þið viljið hafa þetta.
  7. Setjið kúlurnar aftur inn í frysti.
  8. Eftir 20 mínútur eða svo ættu kúlurnar að vera orðnar tilbúnar.

ATH.

#1 Það fer eftir smekk hversu sætar þið viljið hafa kúlurnar. Fyrir suma er alveg nóg að hafa ¼ bolla af einhverri sætu – fyrir aðra dugar ekkert minna en ½ bolli. Um að gera að smakka karamelluna til.

#2 Það er nær ómögulegt að mæla kakósmjörið nákvæmlega þar sem það er í föstu formi áður en það er brætt. En hafið ekki áhyggjur – það má vera meira eða minna af því en uppskriftin segir til um. Ágætt að hafa samt 5 msk til viðmiðunar.

Uppskrift fengin af www.sunnlenska.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.