Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósuPrenta

Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu.

 

Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu
Fyrir 3-4
900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon
1/2 dl soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon
2 msk hunang, fljótandi
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 tsk dijon sinnep
lítill biti ferskt engifer, rifið
safi af 1 límónu
salt og pipar

  1. Leggið kjúklingalærin í ofnfast mót. Kryddið með salti og pipar.
  2. Blandið öllum hinum hráefnunum saman í skál og hellið yfir kjúklingabringurnar. Setjið í 200°c í 30 mínútur eða þar til lærin eru fullelduð.
  3. Berið fram með góðu salati og hrísgrjónum.

 

Þessi færsla er styrkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *