Kramdar hvítlaukskartöflur með bræddum brie ostiPrenta

Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum.

 

Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti
700 g kartöflur
1 msk ólífuolía
salt og pipar
3 msk smjör, brætt
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk timían
225 g brie ostur, skorinn í litla bita.
fersk steinselja, söxuð

  1. Setjið kartöflurnar á bökunarplötu ásamt olíu, salti og pipar. Látið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar þegar gaffli er stungið í þær.
    Notið gaffal eða kartöflustöppu til að kremja kartöflurnar aðeins niður.
  2. Blandið bræddu smjöri, hvítlauk og timíani saman í skál. Dreypið yfir kartöflurnar og látið aftur inn í ofn í um 20 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar og gylltar á lit.
  3. Þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartimanum setjið brie ost yfir hverja kartöfluna. Takið út þegar osturinn er bráðinn. Saltið og piprið og stráið steinselju yfir allt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *