Ofureinföld eplakaka með stökkum múslímulningi

Home / Eftirréttir & ís / Ofureinföld eplakaka með stökkum múslímulningi

Hvað er betra en nýbökuð ylvolg eplakaka með ís og..já ég sagði OG rjóma. Þessi uppskrift er  ofureinföld í gerð og bragðast hreint út sagt dásamlega. Kanillegin epli með karmellukeim og stökkum múslímulningi sem setur punktinn yfir i-ið í þessari frábæru uppskrift.

Bakið – borðið og njótið!

 

Frábær eplakaka og svo ofureinföld

 

Eplakaka með múslímulningi
4 rauð epli
3 msk brætt smjör
2 msk hveiti
1 msk sítrónusafi
3 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar
50 g púðusykur
1/2 tsk kanill

Múslímulningur
60 g hveiti
100 g púðusykur
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk kanill
hnífsoddur salt
75 g smjör
50 g Kellogg´s múslí með súkkulaði

  1. Afhýðið og kjarnahreinsið eplin. Skerið eplin niður og látið í ofnfast mót t.d. 20×30 cm. Blandið bræddu smjöri og hveiti saman í skál. Hrærið mjólk, sítrónusafa, vanilludropum, púðusykri og kanil saman við. Hellið yfir eplin og blandið vel saman.
  2. Gerið múslímulninginn með því að blanda hveiti, púðusykri, lyftidufti, kanil, salti, smjöri og Kelloggs múslí vel saman.  Dreyfið  yfir eplin.
  3. Bakið í 180°c heitum ofni í 35 mínútur eða þar til blandan er orðið gyllt á lit.  Berið fram með ís og/eða þeyttum rjóma.

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.