Ramón Roqueta Tempranillo Cabernet Reserva

Home / Vín / Rauðvín / Ramón Roqueta Tempranillo Cabernet Reserva
Mynd frá MondoVinho

 

Ramón Roqueta Tempranillo-Cabernet Reserva

Frekar ferskt og þægilegt! Þetta vín fer sjálfsagt með öllum mat og þá helst pasta eða ostum, ég myndi þó frekar mæla með því í hádeginu á virkum sumardegi. Skelltu því í kæli ca. 30 mín fyrir opnun og njóttu. Fæst í vínbúðinni á undir 1900 kall sem er snilld! Ágætis rauðvín á frábæru verði frá Katalóníu hér á ferð. Dökk ber, örlítið eikað og mjúk tannín. 
Halló!
Hafliði heiti ég og ætla ég að reyna að koma ykkur lesendum GRGS nær því sem þið eruð að leita að í sambandi við vín. Allt frá því að finna bestu vínin á besta verðinu og yfir í “overpriced” sull sem sumstaðar er að finna. “Öll vin smakkast eins!” “Þessi er best því hún er undir 1000 kall í ríkinu” og “þessi er best því það er svo hátt upp í botninn á henni” eru allt staðreyndir sem ég lét afa minn ljúga af mér í mörg mörg ár áður en ég hóf störf í frihöfninni, þar kynntist ég þessum skemmtilega heimi fyrir alvöru þar sem mikill metnaður er hafður fyrir því að starfsmenn viti um hvað þeir eru að tala þegar þú spyrð þá um álit. Eftir að ég lét af störfum hjá frihöfninni jókst áhuginn enn meira og ætla ég að reyna að deila honum með ykkur hér með flottum vínum og vonandi skemmtilegum umfjöllunum sem og pörun á víni með matnum hennar Beggu. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og vona svo innilega að þið getið notið með mér.
HMB

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.