Trapiche Perfiles MalbecPrenta

Ég grillaði hreindýraborgara um síðustu helgi, sem er ekki frásögu færandi nema að mig vantaði rauðvín við hæfi.

 

Trapiche Perfiles Malbec 4,1*
Villibráðarvín á að sjálfsögðu við þegar talað er um hreindýr en hreindýraborgarar með frönskum eru alls ekki flóknir og því þarf vínið ekki að vera það heldur. Trapiche Perfiles Malbec var því fullkominn valkostur. Vínið er mjög bragðmikið og eftir umhellingu smellpassaði það með hreindýrinu. Fáránlega gott og ódýrt villibráðarvín sem ég mæli sérstaklega með ódýrri villibráð, t.d hreindýraborgurum. 2.999 kr. í vínbúðinni.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *