Sumarsmellirnir!

Home / Vín / Hvítvín / Sumarsmellirnir!

LOKSINS SUMAR!
Eftir þungan en jafnframt mjög góðan rauðvínsvetur er loksins komið að sumri og sól (vonandi). Sumarið snýst um að halda sér vel vökvuðum og köldum, það gerum við með því að drekka ískalt hvítvín eða rósavín, og nóg af því. Ef svo skemmtilega vill til að þú sért að fara að sitja úti í sólinni fljótlega þá ætla ég að mæla með sitthvoru víninu sem auðveldlega væri hægt að grípa í fyrir verkið.

Poggio Al Tesoro Cassiopea 4*
Frábært rósavín á frábæru verði sem er nógu svalandi til að þamba það ef þú ert í þannig stuði en á sama tíma svo bragðgott og spennandi að maður gæti setið tímunum saman að velta því fyrir sér sem er líka mjög gaman. Vínið er alls ekki of sætt og langt frá því að vera þurrt þannig að það ætti að henta í nánast öll tilefni. Akkúrat það sem þú þarft í steikjandi hita á pallinum. Verð kr. 2.390 kr í Vínbúðinni.

Poggio Al Tesoro Solosole 4*
Vá! Brandi ferskt hvítvín sem mun svo sannarlega halda þér við rétt vökva- og hitastig í blíðunni í sumar! Þrúguna munu flestir þó ekki kannast við en hún heitir Vermentino. Vermentino þrúgan er alls ekki svo ósvipuð Pinot Gris að því leiti að hún er geggjuð ísköld í sól og hita en aftur á móti hentar hún að mínu mati mun betur með mat en sú síðarnefnda. Þannig að hvort sem þú sért að fara að grilla fisk á pallinum eða einfaldlega grilla þig á pallinum þá máttu alls ekki láta Poggio Al Tesora Solosole fram hjá þér fara. Verð kr. 2.999 kr í Vínbúðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.