Dumle karamelluvefjurPrenta

Frá því að ég gerði humarvefjurnar í sjónvarpsþætti Símans fyrir jól hef ég þróað nokkrar útgáfur af þessum frábæra rétti. Ein er eplavefjurnar vinsælu og nú Dumle karamelluvefjur sem bráðna í munni. Þetta er nú einn af vinsælli eftirréttum á mínu heimili og líklega bráðum einnig hjá ykkar fólki. Hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.

 

 

Dumle karamelluvefjur í miklu uppáhaldi

Dumle karamelluvefjur
Styrkt færsla
Fyrir 4-6
1/2 franskbrauð
1 poki Dumle karamellur
smjör til steikingar
2 egg, léttþeytt
kanilsykur (kanill og sykur blandað saman)

  1. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið út með kökukefli svo loftið farið úr brauðinu.
  2. Leggjið 3 Dumle karamellur á hvort brauð og rúllið þétt.
  3. Dýfið í eggjablönduna.
  4. Setjið smjör á pönnu og steikið vefjurnar við meðalhita.
  5. Þegar þær eru orðnar gylltar að lit, takið þá af pönnunni og setjið á disk.
  6. Berið fram með ís og/eða rjóma.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *