14 flottir partýréttir sem slá í gegn!Prenta

Þá er komið að því að þjóðin sameinist yfir Eurovision enn eina ferðina og að mínu mati er þessi keppni sannkallaður sumarboði þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti hafi nú verið fyrir mörgum snjókomum síðan. Vonandi tekur veðrið við sér í framhaldinu.

En ég tók saman nokkrar uppskriftir til að gefa ykkur hugmyndir sem eru að mati lesenda pottþéttar uppskriftir sem allir elska og ættu að vekja lukku yfir keppninni. Njótið vel og góða skemmtun!

 1. Trylltu tortillurnar sem tók 7 ár að geraÞessi uppskrift slær alltaf í gegn enda algjörlega frábær og tekur nb alls ekki 7 ár að gera 🙂
  .
 2. Ofnbakaðar ostastangir

  Þessi uppskrift er fáránlega einföld og góð. Reyndar hef ég breytt örlítið út af vananum með þessar til einföldunar og keypt litlu mozzarellakúlurnar í staðinn en notað sömu uppskrift. Svo kaupið þið bara góða salsasósu og reynið að hemja ykkur…reynið bara!
  .
 3. Rjómaostafylltar döðlur með beikoni og basilíkuLíklega ekki frumlegasta uppskriftin en hér þó eilítið brugðið út af vananum með ferskri basilíku sem gefur ótrúlega skemmtilegt bragð. Þessi klikkar aldrei sama hversu oft hún er gerð og rýkur út.
  .
 4. Spicy kjúklingaleggir í gráðostasósuEinföld en óendanlega góð uppskrift þar sem geggjuð gráðostasósa setur punktinn yfir i-ið!
  .
 5. Smáborgarar með brie, sultuðum rauðlauk og chilí mayo

  Hvort sem þið gerið þessa í minni útgáfu eða hefðbundinni stærð þá eru þeir fullkomnun ein. Heitir eða kaldir skiptir engu máli – bestu borgarar EVER!
  .
 6. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði

  Það má ekki gleyma sætu deildinni. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ofureinfalt að skella í hana og hún vekur svo sannarlega mikla lukku. One love á þessa!
  .
 7. Tryllt nachosídýfaÍdýfan sem hefur verið gerð síðustu 15 ár og stendur alltaf fyrir sínu. Allir elska þessa.
  .
 8. Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegnÞessi brauðréttur er sko algjört gúrm og eins og allt það besta – ofureinfalt í gerð.
  .
 9. Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði

  BILAZT!
  .
 10. Ómótstæðilegt eplanachos

  Hér fara hollt og tryllt gott frábærlega saman með þessu geggjaða eplanachosi!
  .
 11. Döðlupestóið fræga

  Þetta frábæra döðlupestó Karinar er ein allra vinsælasta uppskrift á GRGS frá upphafi. Love Love Love og allir sem að bragða!
  .
 12. Lakkrískubbarnir vinsælu

  Það væri fróðlegt að vita í hversu mörgum veislum þessi uppskrift hefur verið á boðstólnum. Uppskriftin er frábær og einföld og rýkur af borðum. Reyndu að borða bara einn bita.
  .
 13. Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði


  Aðeins hollara nachos en við eigum að venjast en svo dásamlega bragðgott. Frábært sem léttur kvöldmatur eða snarl á partýborðið.
  .
 14. Rocky road nammibitar með lindubuffi og karamellu

  Síðast en ekki síst..nei svo sannarlega ekki. Trylltir nammibitar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *