Sósan sem er góð með öllu með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og basilíkuPrenta

Þegar ég er að elda kjöt eða fisk er ég stundum snauð á hugmyndir af bragðgóðri sósu sem einfalt er að gera. Þá gríp ég oft i þessa köldu sósu sem er í miklu uppáhaldi. Sósan er algjör lúxussósa með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og ferskri basilíku.  Hún passar með öllum mat eins og kjöti og fiski og sérstaklega góð með grillkjötinu.


Virkilega góð sósa sem hentar með kjöti og fiskréttum

 

Sósa sem er góð með öllum mat
2 dl 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
6 stk sólþurrkaðir tómatar og smá olía af þeim
1/2 – 1 krukka af fetaosti í kryddolíu, t.d. frá Mjólka
8-10 blöð af ferskri basilíku
sjávarsalt
pipar

  1. Setjið sýrðan rjóma í skál.
  2. Saxið sólþurrkaða tómata og basilíku og hrærið saman við sýrða rjómann.
  3. Myljið fetaostinn saman við og hrærið.
  4. Smakkið til með salti og pipar og smá af olíu ef þið viljið.

Færslan er unnin í samstarfi við Mjólku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *