Vinsælustu kökur GulurRauðurGrænn&salt frá upphafiPrenta

Frá því að vefsíðan GulurRauðurGrænn&salt fór fyrst í loftið árið 2012 hefur fjöldinn allur af ótrúlega góðum kökuuppskriftum litið dagsins ljós. Ég tók saman nokkrar af þeim allra vinsælustu ykkur til einföldunar. Hver veit kannski finnið þið einhverja gullmola sem þið voruð búin að gleyma. Njótið!

 

Kornflexmarengskaka með ávaxta- og makkarónurjóma

Þessi kaka bragðast jafn vel og hún lítur út. Engin frekari orð um það. „Let’s do this“!

 

Baby Ruth bomba

Að eilífu æðisleg. Amen!

 

Frosin ostakaka með Dumle karamellukremi og makkarónubotni

Þessi..nei sko…nei sko..namm!

 

Allra besta hráfæðikakan

Ég fæ ekki nóg af þessari. Einföld, stútfull af góðri næringu og ó svo dásamlega fögur og bragðgóð.

 

Bingókúlu Rice Krispies kaka

Þegar Rice Krispies og Bingó kúlur koma saman þá gerast galdrarnir. Þessi kaka er gullmoli og er fljót að rjúka út.

 

Rababarapie með kókos og karamellusúkkulaði

Ef þið hafið ekki bragðað þessa þurfið þið að redda rababara ASAP og skella í eina svona. Dásamlega bragðgóð.

 

Karamelluostakaka með Oreobotni

Ég var nú næstum búin að gleyma þessari en var minnt á gæði hennar af einum lesanda GRGS um daginn. Frábær kaka í alla staði og algjört gúrm.

 

Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi

Það fer klárlega í gang aukin munnvatnsframleiðsla við það eitt að horfa á þessa fallegu köku. Bragðið svíkur heldur engan. Hér er á ferðinni hrikalega vinsæl og lungnamjúk súkkulaðikaka þar sem kremið setur punktinn yfir i-ið.

 

Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

Þetta er hin fullkomna kaka til að baka með kvöldkaffinu á virkum kvöldum nú eða um helgar þegar góða gesti ber að garði. Uppskriftin vakti mikla lukku þegar hún kom á vefinn og lesendur á einu máli með að þessi sé frábær.

 

Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði

Þessi uppskrift er fyrir löngu orðin algjör klassíker. Hrikalega einföld og ótrúlega bragðgóð. Þessi er alltaf fyrst til að klárast enda vekur hún mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum.

Sívinsæla kaka saumaklúbbsins

Ég veit ekki hversu oft ég hef gert og fengið þessa kökudásemd og alltaf furða ég mig á því hvernig hún getur verið svona bragðgóð. Þetta er ein einfaldasta kaka sem þið getið gert en hún gefur hinum sko ekkert eftir. Trúið mér!

Púðusykurmarengs með Rice Krispies og karamellusósu

Ást mín á marengs á sér engin takmörk. Þessi tikkar í öll boxin. Óholl og æðisleg!

 

Skúffukaka Ólafíu

Ef þið eruð enn að leita af hinni fullkomnu skúffuköku þá get ég glatt ykkur því leitinni er lokið. Þessi er „by far“ sú allra besta!

 

Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og karamellusósu

Síðast en alls ekki síst því þetta er ein allra vinsælasta kaka sem birst hefur á GRGS enda algjörlega frábær!

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *