Súkkulaði og karamellukaka með stökkum haframulningiPrenta

Þessi kaka kemst ansi nálægt fullkomnun og minnir að einhverju leyti á lúxusútgáfu af hjónabandssælu nema með súkkulaði og geggjaðri Dumle karamellusósu. Í þessa uppskrift notaði ég lífræna hafra frá Rude Health en þær vörur eru alveg frábærar. Ég hef mikið verið að nota hafrana í grauta og þeyting en langaði að prufa að baka úr þeim.

Rude Health hafrarnir eru spíraðir sem þýðir að þeir eru vaktir til lífsins sem losar lífsnauðsynleg næringarefni, sem gerir þá mun auðveldari til að melta. Þetta þýðir einnig að bragðið er dýpra og rjómakenndara. Algjörlega dásamlegt.

Rude Health vörurnar fást í eftirtöldum verslunum.

 

 

Súkkulaði og karamellukaka 
280 g smjör, mjúkt
200 g púðursykur
250 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
180 g spíraðir hafrar frá Rude Health

Súkkulaði
200 g súkkulaði, saxað

Karamellusósa
1 poki Dumle karamellur
3-4 msk rjómi
sjávarsalt

  1. Hrærið smjöri og púðursykri vel saman eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Blandið matarsóda og salti saman við hveitið og hellið saman við púðursykurblönduna. Hrærið saman.
  3. Setjið haframjölið saman við allt og hrærið í stutta stund eða þar til það hefur rétt blandast deiginu. Setjið helminginn af deiginu í form (22×33 cm) og látið í 180°c heitan ofn í 10 mínútur.
  4. Takið úr ofninum og stráið súkkulaðinu yfir botninn.
  5. Setjið karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita. Hrærið reglulega í blöndunni og saltið síðan lítillega. Hellið karamellunni yfir súkkulaðið og stráið hinum helmingnum afhaframulninginum yfir og bakið i 25 mínútur til viðbótar. Takið úr ofninum og kælið.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Einstök matvara

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *