Grillaður kjúklingur í hunangssinnepssósuPrenta

Enn skín sólin og tilvalið að skella einhverju geggjuðu á grillið. Undanfarin ár hefur kjúklingur fyrir heimska verið einn sá allra vinsælasti grillrétturinn á síðunni en hér kemur uppskrift sem er engu síðri – kjúklingurinn góðu hunangssinnepssósunni. Ég mæli með því að bera hann fram með sætum kartöflum eins og þessum eða þessum.

Grillréttur sumarsins

 

Grillaður kjúklingur með hunangssinnepssósu
Styrkt færsla
Fyrir 4-5 manns
900 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry

Marinering
5 msk dijon sinnep
4 msk hunang
4 msk 18 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
2 msk tómatsósa
2 msk grillkrydd

  1. Skerið kjúklinginn í þrennt. Blandið öllum hráefnunum fyrir marineringuna saman í skál. Takið smá af marineringunni til að bera fram með kjúklinginum og bætið síðan kjúklinginum út í afganginn af marineringunni. Marinerið í kæli í 2-4 tíma eða yfir nótt t.d. í poka með rennilási. Takið úr kæli og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *