JP. Chenet Ice Edition RoséPrenta

JP. Chenet Ice Edition Rosé

 

Halló saumaklúbbar, gæsapartý og babyshowers um land allt!

Við kynnum með stolti JP. Chenet Ice Edition Rosé, freyðandi rósavín sem á eftir að umturna fyrrnefndum partýum svo um munar. Það muna eflaust flestir sem hafa skellt sér á djammið eftir gluggavíninu „góða“ sem allar skvísurnar voru að sturta í sig áður en haldið var á ballið, þetta er miklu betra en það. Trúið mér. JP. Chenet Ice Edition Rosé er hinsvegar að fara að þjóna nákvæmlega sama tilgangi. Vínið er hæfilega sætt og mjög svo svalandi.

Framleiðandinn skýrir þessa línu Ice Edition einfaldlega vegna þess að þeir mæla með að það sé drukkið með klaka. Ég ætla að mæla með því klassíska fyrir rósavín og freyðivín: skellið því í kæli í tæka tíð (a.m.k 1 klst. fyrir neyslu) og haldið því köldu með klaka eftir þörfum. Þetta vín steinliggur í öll partý og þá sérstaklega þegar sólin lætur sjá sig í sumar!

Einkunn miðast við að þetta sé arftaki gluggavínsins á fáránlega góðu verði. 4.5* 1.599 kr. Í Vínbúðinni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *