Kjúklingaréttur með beikoni og sveppum í parmesanrjómasósuPrenta

Ef þið eruð að leita af einföldum, fljótlegum og geggjuðum kjúklingarétt sem slær í gegn þá er þessi  sá sem þið hafið verið að leita af. Hér er á ferðinni frábær kjúklingaréttur og nýjasta uppáhald fjölskyldunnar með beikoni, sveppum og parmesanrjómasósu sem setur punktinn yfir i-ið.

 

 

 

 

Kjúklingaréttur með beikoni og sveppum í parmesanrjómasósu
Fyrir 4
8 sneiðar beikon
900 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
smjör
1 laukur
300 g sveppir
1 dós 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
1 dl rjómi
2 msk tómatpúrra
1 dl parmesan, rifinn
salt og pipar

  1. Steikið beikon á pönnu. Takið af pönnunni og leggið á eldhúspappír. Geymið.
  2. Skerið kjúklinginn í minni bita. Hitið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn. Saltið og piprið. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót.
  3. Skerið laukinn í helming og síðan hvor helming í þunnar sneiðar.
  4. Skerið sveppina niður og steikið með lauknum. Hellið sýrðum rjóma, rjóma og tómatmauki saman við og hitið að suðu. Takið þá af hitanum og bætið parmesanostinum saman við. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og setjið beikonbita yfir allt.
  5. Hitið í 225°heitum ofni í 15 mínútur.

Færslan er styrkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *