Súkkulaðimuffins með rjómaostasúkkulaðikremiPrenta

Leit minni af einföldum, fljótlegum en um leið virkilega bragðgóðum súkkulaðimuffins er lokið. Þessar slógu í gegn hjá mér og öllum fjölskyldumeðlimum og verða bakaðar mjög fljótlega aftur. Þessar eru flottar í barnaafmælið, veisluna og lautarferðina – svo eitthvað sé nefnt.

 

Súkkulaðimuffins
12 stk
Styrkt færsla
100 g súkkulaði, saxað
250 g hveiti
225 g hrásykur (eða púðusykur)
50 g kakó
1 tsk vanillusykur
1 tsk matarsódi (natron)
100 g smjör, brætt
3,75 dl ab mjólk, t.d. frá Mjólka
1 egg

  1. Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál ásamt og 2/3 af súkkulaðinu
  2. Í aðra skál blandið öllum blautu hráefnunum saman og hellið síðan saman við þurrefnin og hrærið þar til allt hefur blandast saman en ekki of lengi.
  3. Skiptið deiginu niður á 12 muffins form og stráið súkkulaðinu yfir.
  4. Bakið í 200°c heitum ofni í 13-15 mínútur.

 

Rjómaostasúkkulaðikrem
160 g súkkulaði
80 g smjör
160 g rjómaostur, t.d. Philadelphia
Oreokex, söxuð eða mulinn

  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman við vægan hita. Takið af hitanum og kælið.
  2. Þegar blandan hefur kólnað hrærið þá saman við rjómaostinum.
  3. Setjið kremið á kökurnar þegar þær hafa kólnað. Stráið Oreokexi yfir.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *