Pastarétturinn sem fjölskyldan elskarPrenta

Taco pasta er svona réttur sem klikkar eiginlega ekki. Enginn fussar yfir þessu við matarborðið og allir borða með bestu lyst. Fyrirhöfnin er lítil sem engin og jafnvel hægt að láta krakkana elda þennan rétt ef fullorðna fólkið vill hvílast. Hér er allt sett i einn pott svo uppvaskið er í lágmarki. Það mælir semsagt allt með því að þið prufið þennan rétt.

 

Taco pasta með mozzarellaosti
2 msk olía
1 laukur, saxaður
500 g nautahakk
1 bréf taco krydd
5 dl vatn
2 dl mild salsasósa
250 g pasta, t.d. farfelle
150 g mossarellaostur eða cheddar, rifinn

Meðlæti
tómatar, smátt skornir
avacado, skorið í teninga
paprika, skorin smátt
5 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
nachos mulið

  1. Setjið olíu í pott og hitið.
  2. Steikið laukinn þar til hann er orðinn glær og bætið þá nautakjötinu saman við og brúnið.
  3. Setjið taco krydd, salsa sósu og vatn í pottinn og blandið vel saman.
  4. Bætið pasta saman við og látið malla við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til pastað er fullsoðið. Setjið að lokum ostinn saman við.
  5. Skerið grænmetið, myljið nachos og látið það og sýrðan rjóma í skálar. Berið fram með þessum gómsæta pastarétti þar sem hver fær sér meðlæti að eigin smekk.

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *