Allra besta sósan – hvítlauks aioliPrenta

Aioli er majones sósa sem setur punktinn yfir i-ið við flestan mat. Það getur hinsvegar verið að margir mikli það fyrir sér að útbúa aioli og haldi að það sé flókið, en um leið og þið hafið prufað þessa uppskrift er ekki aftur snúið. Sósan er í raun virkilega einföld í gerð og hentar vel með öllum grillmat, kjúklingi, fiski og kjöti. Svo er einnig alveg dásamlegt að setja hvítlauksaioli á brauðið.

Sú allra besta

Hvítlauks aioli
2 eggjarauður
hnífsoddur salt
1 tsk dijonsinnep
1 1/2 dl ólífuolía, t.d. jómfrúarolía frá Filippo Berio
1 hvítlauksrif, pressað

  1. Hærið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Setjið salt saman við.
  2. Bætið sinnepi saman við og hrærið áfram.
  3. Á meðan verið er að hræra hellið þið olíunni smátt og smátt saman við.
  4. Bætið að lokum hvítlauknum saman við og hrærið saman.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *