Hindberjakoldskål að hætti danaPrenta

Ég á ljúfar minningar sem tengjast koldskål. Eigandi rætur að rekja til Danmerkur þá ólst ég að hluta til við matarmenningu dana og nefni ég þá helst frikadellur, eplaskífur og svo er það hin dásamlega koldskål.

Koldskål er líkt og sæt jógúrt – nema miiiiiklu betri. Bæði borin fram sem ljúfur morgunmatur, yfir daginn til að kæla sig niður í hitanum (ekki viss um að það eigi við á Íslandi) og svo sem einfaldur eftirréttur. Einhverra hluta vegna hafði ég ekki gert koldskål fyrir mín börn fyrr en nýlega og þau eru að elska þennan frábæra rétt og biðja um meira og meira.

Oft eru eggjarauður í uppskriftinni en mér hefur fundist þessi best, með rjóma. Mitt uppáhald er svo með hindberjabragði og deili ég því henni með ykkur hér.

 

 

Hindberja koldskal að hætti dana
250 g hindber, fersk eða frosin
2-3 msk sykur
8-9 dl AB mjólk, t.d. frá Mjólka
1-2 dl rjómi

  1. Setjið berin í matvinnsluvél ef frosin eða stappið með gaffli ef þau fersk.
  2. Setjið AB mjólk, sykur og ber saman í skál og hrærið.
  3. Smakkið til með sykri og rjóma.
  4. Hellið í skálar og toppið með múslí, kókosflögum, berjum eða því sem hugurinn girnist.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Mjólku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *