Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur
2 hvítlauksrif, pressuð
salatblöð, t.d. lambahagasalat
1 tsk paprikukrydd
1 msk sólblómafræ
ólífuolía
40 ml sweet chilí sósa, t.d. frá Blue dragon
brauðteningar
Kjúklingasalat með sætri chilísósu

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Kryddið með salti og paprikukryddi.
2.Hrærið balsamik ediki, soyasósu og ólífuolíu vel saman og veltið salatblöðunum upp úr leginum.
3.Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Bætið hvítlauknum saman við. Þegar kjúklingurinn er næstum fulleldaður bætið þið sweet chilísósu saman við ef hún er látin fyrr saman við á hún til að brenna.
4.Gerið sósuna með því að blanda hunangi, sítrónusafa, salti og pipar vel saman.
5.Setjið salatblöðin í skál, Látið kjúklinginn yfir salatið, ásamt fræjum og brauðteningum og setjið sósu yfir allt. Mér þykir gott að láta smá sósu yfir salatið og bera það svo fram í skál með matnum.
6.Munið að njóta!

Namm namm sögðu matargestir er þeir gæddu sér á þessu bragðgóða kjúklingasalati. Ef ég ætti að lýsa þessari uppskrift þá minnir hún helst bæði Ceasar salat og tælenskan kjúklingarétt. Ofureinfalt í gerð og alveg frábært í munni!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.