Tómata- og chilí chutneyPrenta

Nú eru margir farnir að því að huga að sultugerð. Berin eru nú kannski aðeins seinni á ferðinni en vanarlega, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu, en þangað til að þau eru tilbúin er við hæfi að gera þessa geggjuðu tómata- og chilí chutney. Mjög einföld í gerð og tilvalin til gjafa.

 

 

 

Tómata og chilí chutney
Styrkt færsla
500 g rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 kg tómatar, saxaðir
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
8-12 rauð chilí, gróflega söxuð
5 cm engiferbútur, afhýddur og saxaður
250 g púðursykur
150 ml rauðvínsedik, t.d. frá Philippo Berio
5 kardamommur
1/2 tsk paprikukrydd

  1. Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið við meðalhita. Látið malla í klukkustund.
  2. Notið töfrasprota þar til hráefnin hafa blandast ágætlega saman en þó ekki alveg maukað.  Það er gott að hafa grófa bita hér og þar.
  3. Hitið að suðu þar til blandan er orðin dökk og glansandi.
  4. Kælið og setjið í krukkur. Geymist í kæli í 6 vikur.
  5. Berið fram með kexi og ostum eða djúpsteiktu papadums.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *