„Pulled chicken“Prenta

Flestir elska „pulled pork“ en hér er uppskrift af „pulled chicken“ sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira. Uppskriftin er eins og svo oft áður ofureinföld í gerð og ég nota kjúklinginn í vefjur, salöt og bara eitt og sér með góðu meðlæti. Í miklu uppáhaldi þessi!

 

 

„Pulled chicken“
Fyrir 4
Styrkt færsla
600 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
4 dl vatn
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscars
3 tsk reykt paprika
1 tsk cumin (ath ekki kúmen)
1/2 tsk kóríanderkrydd
1/2 tsk cayennepipar
salt og pipar

  1. Hellið vatni í pott og hitið.  Látið kjúklingakraftinn út í.  Þeningurinn er uppleystur og bætið þá hinum kryddunum saman við.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum og setjið út í pottinn. Látið lok á pottinn og leyfið að malla í 25 mínútur.
  3. Takið kjúklinginn úr pottinum og rífið hann niður með tveimur göfflum.
  4. Berið fram í hamborgarabrauði, vefju, með salati eða því sem hugurinn girnist.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *