Geggjaður partýkokteill!Prenta

Eins og það er gott og gaman að fá sér kokteil eða bjóða uppá kokteil í fordrykk í boði þá hef ég enga þolinmæði í að blanda kokteil fyrir 1-2  í einu. Það tekur bara allt kvöldið!!!
Þessi uppskrift er frábær partýkokteill fyrir margmenni tekur enga stund að gera og slær svo sannarlega í gegn. Nei sko namm.

 

Partýkokteill fyrir margmenni!
1 flaska ljóst romm, t.d. BACARDI
15 limónur (lime)
2 búnt fersk myntulauf
1 dl sykur
1 flaska hvítvín, t.d. STEMMARI
2 l Sprite

Fullt af klaka
Ávextir til skrauts

  1. Setjið rommið í drykkjarílátið.
  2. Kreystið myntuna með mortel (eða hamri) og setjið út í ásamt, sykri og safa úr ferskum límónunum.
  3. Leyfið að liggja í vökvanum í smá stund.
  4. Þegar bera á drykkinn fram hellið þá vel kældu hvítvíni, Sprite og fullt af klaka út í og skreytið með ávöxtum að eigin ósk.

 

FYI
Dunkinn undir kokteilinn fékk ég í Rúmó á 1000 kr. Mæli með að eiga svona.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *