Ofnbakaður hafragrautur með eplum, berjum, fræjum og hunangiPrenta

Nú er rútínan að detta aftur í gang og eflaust margir sem endurskoða matarræðið og byrja að hreyfa sig aftur reglulega. Morgunmaturinn vill oft vefjast fyrir fólki en hér er ein himnesk uppskrift af hafragrauti sem er stútfullur af góðri næringu og dásamlegu bragði.

 

 

Ofnbakaður hafragrautur með eplum, berjum, fræjum og hunangi
Fyrir 4-6
1/2 epli, skorið í bita
3 dl tröllahafrar
1 msk chia fræ
1 msk hemp fræ
1 1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
1 msk sykur (t.d kókossykur, hvítur sykur eða púðursykur)
klípa sjávarsalt
1 egg
3 1/2 dl mjólk, venjuleg eða t.d. haframjólk

Toppað með
1/2 dl möndlur, saxaðar
1/2 dl blanda af sólblómafræjum og graskersfræjum
1/2 epli, saxað
1 dl ber, t.d. hindber eða bláber
1 msk hunang
1/2 tsk kanill

Smyrjið ofnfast mót (20×20) með olíu (t.d. kókosolíu). Setjið berin í botninn ásamt eplum.
Setjið tröllahafra, chia fræ, hemp fræ, vanilluduft, lyftiduft, sykur og salt saman í skál og hrærið vel saman. Hellið yfir berin og eplin.
Hrærið eggjum og mjólk vel saman og hellið yfir allt.

Blandið öllum fyrir toppinn saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Dreyfið yfir allt. Setjið í 180°c heitan ofn í 30-40 mínutur eða þar til grauturinn er orðinn gylltur á lit.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *